Hart sótt að dýri í útrýmingarhættu

Nú er ljóst að ísbirnir sem dýrategund er í mikilli útrýmingarhættu. Verður það hlutverk okkar íslendinga að hundelta og slátra hverjum einasta hvítabirni sem flækist á okkar auma sker í leit að æti og hjálpa þannig náttúrunni að senda ísbjörnin sömu leið og geirfuglinn?

Er fólk í alvörunni í bráðri hættu ef til ísbjarnar sést ?


mbl.is Tilkynnt um ísbjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Mjög mikilvægt að fella dýrið áður en umhverfisverndarofstækishyskið tryllist og heimtar að kvikindið verði flutt heim til sín á SagaClass. Það átti auðvitað ekki að segja frá þessu opinberlega heldur fella björninn í kyrrþey og grafa hann svona rétt eins og þeir gerðu í Skagafirði þegar konurnar tvær sáu þriðja björninn sem var svo allt í einu horfinn. Þær mótmæltu harðlega um tíma þegar því var haldið fram að þær hefðu tekið feil á rollu og ísbirni. Svo þögnuðu þær skyndilega og heyrðist ekki múkk í þeim meira þegar búið var að segja þeim frá því að björninn hefði verið felldur í kyrrþey.

corvus corax, 27.1.2010 kl. 15:22

2 identicon

Ég er ekki hrifinn af því að skjóta dýr, en hvað á að gera, það eru ekki til tæki á Íslandi til að fanga hann og svo verða menn nú að átta sig á þvi að þetta er stórhættulegt rándýr sem hikar ekki við að drepa menn ef þeir eru svangir og rekast á þá.

Ef ísbjörn kæmi á land nálægt mér þá myndi ég vilja að hann yrði tekinn úr umferð um leið.

Gams (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 15:29

3 identicon

Lærðu menn ekkert af öllum mistökunum í Skagakróknum?

Dýravinur (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 15:29

4 identicon

Þór er einfaldur maður. þetta er rándýr ekki bangsakrútt. Mikið væri nú findið ef bangsi litli mundi éta e h kaffihúsarottuna úr Reykjavík! þá mundi e h heyrast í fólki!

óli (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 15:29

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Fjöldi ísbjarna (Alaska, Kanada, Grænland) yfirleitt ræðst langhelst af því hve marga er leyft að skjóta á ári. Þessi breytir engu um það.

Ívar Pálsson, 27.1.2010 kl. 15:39

6 identicon

Ég sé ekki alveg hvað er annað hægt en að skjóta dýrið ef það er á annað borð hægt að finna það aftur.

Sé það látið ganga laust er aldrei að vita hvert það flækist, og leggist það til sunds kemur það væntanlega að landi aftur einhverstaðar.

Það skyldi enginn halda að ísbirnir séu meinlausir, oft er talað um að þeir séu næst hættulegustu dýr jarðar í návígi. Viðbragð, hraði, afl og grimmd sem fáir hafa lifað af til að segja frá. Þeir fara í gegnum timburveggi ef þeir halda að æti sé hinu megin, og þótt þeir séu ekki langhlauparar taka þeir þvílíka spretti að menn hafa ekki roð við þeim.

Og við verðum að muna það að í þeirra augum erum við ósköp einfaldlega matur.

Elín (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 15:43

7 Smámynd: corvus corax

Trixið til að lenda ekki í ísbjarnarkjafti er að vera alltaf í félagsskap við einhvern sem er seinni að hlaupa en maður sjálfur þegar maður er á ísbjarnaslóðum.

corvus corax, 27.1.2010 kl. 15:48

8 Smámynd: ThoR-E

Það þarf eflaust að fella dýrið. Því miður.

Það er bara þannig með ísbirni að það er ekki óhætt að hafa þá á vappinu þar sem fólk er. Þannig að þetta er eina leiðin.

Hinsvegar vona ég mikið að svona fjölmiðlasirkus eins og varð hérna síðast verði ekki. Alveg ótrúlegt að horfa upp á það.

Ráðherra mætti á svæðið og ljósmyndarar og fréttamenn frá öllum miðlum. 

Það hlægilegt upp á að horfa.

ThoR-E, 27.1.2010 kl. 15:50

9 Smámynd: Þór Ólafsson

óli... ég geri mér nú alveg grein fyrir að þetta sé ekki dýr sem ég vildi hafa úti í garði hjá mér :)

mér svíður bara hvað við erum alltaf fljót að hlaupa til með riffilinn og aflífa þau dýr sem flækjast hingað..... ég vildi að það væri önnur lausn, en mögulega er ekki önnur lausn í boði svo gott sé og þykir mér það miður....

Þór Ólafsson, 27.1.2010 kl. 15:51

10 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Fjöldi stórra rándýra, sem eru efst í fæðukeðjunni takmarkast af því hve mikið er af bráð þeirra. Því fækkar tígrisdýrun af því að lítið er eftir af villtum hjartardýrum á Indlandi og fjöldi fálka ræðst af ástandi rjúpnastofnsins. Eftir að selveiðar voru að mestu leyti bannaðar fyrir nokkrum áratugum hefur sel fjölgað gríðarlega á norðurslóðum og þar með ísbjörnum. Það er fráleitt og fáránlegt að tala um að þessi dýr séu í útrýmingarhættu. Trúlega eru ísbirnir nú fleiri en þeir hafa nokkru sinni verið síðan á 19. öld.

Vilhjálmur Eyþórsson, 27.1.2010 kl. 16:02

11 identicon

Þór,

  Auðvitað er til önnur lausn, en við Íslendingar erum bara svo miklar gungur, að við þorum ekki öðru!!

  Það er alvega hægt að skella í hann svefnlyfjum. Nota síðan þyrluna til að fara styðstu leið til Grænlands, eða ísbreiðunnar. Það er ekkert mál að fá einhver beisli og flljúga þannig með hann yfir til Grænlands, eða á hafís. Málið er bara að það er engin vilji til þess. Þetta snýst nákvæmlega ekkert hvað er hægt og hvað er ekki hægt!!! 

  Ace, 

   Þegar ace tjái sig á bloggi......

      - Það var hlægiegt upp á að horfa.

Hans (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:08

12 identicon

Hans..

 Fyndinn, hvaða dýralæknir getur áætlar svo miklu svefnlyfi í bjössa, að tími vinnst til að:  Skjóta hann, binda, hífa, fljúga, lenda og losa?

 Nánast ógjörningur.  Flott ef bangsi vaknar á miðju hafi bundinn í þyrlu.  Þá fyrst yrði þetta að vandamáli.

Ingunn (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:19

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Veiðar eru leyfðar á 800 ísbjörnum á ári. Heldur þú virkilega, Þór Ólafsson, að slíkt væri leyft ef þessi dýr væru í "mikilli útrýmingarhættu"?

Glorhungruðum ísbjörnum sem hingað slæðast, á skilyrðislaust að vera lógað við fyrsta tækifæri.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.1.2010 kl. 16:30

14 identicon

Ingunn,

  Þú segir nánast ógjörningur, en samt gera menn þetta, við alls kyns skepnur. Þetta ferli þyrfti ekki að taka meira en 10 tíma, og það er alveg hægt áætla svefnlyf í dýrið á þeim tíma. 

  Ef hið ólíklega myndi gerast að dýrið myndi vakna yfir opnu hafi, þá yrði það einfaldlega aflífað. 

     Þú skilja núna

   Ekki tjá þig um eitthvað sem þú hefur ekkert vit á!!

 Gunnar, 

    Þetta snýst ekki endilega um hvort dýrið er í útrýmingarhættu, þó að það spili inn í að stofninn er ekki stór. 

  Glorhungarður ísbjörn. Ísbirnir hafa ekki drepið marga á síðustu öld. Það er ekki nema dýrið sé króað af að það ræðst að mönnum. Grimmir hundar eru líklega margfalt hættulegri heldur en ísbjörn.

Hans (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:43

15 identicon

Hans

"Ekki tjá þig um e-ð sem þú hefur ekki vit á"

Ég segi bara sömuleiðis.   Ég hef rætt þessi mál við dýralækni og líffræðing.  Þetta er ekki svona auðvelt.

Ingunn (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:51

16 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ok Hans. Prófum þína leið.

Fyrst, þá þarf að gera grein fyrir því að eftir sund sitt til Íslands er rándýrið líklegast svangt og mögulega veikburða. Voðalega erfitt að gera mjög vandaða rannsókn á því þegar þú kemst ekki í almennilegt færi við rándýrið.

Í öðru lagi, þá þarf að fylgjast með rándýrinu og vona að það stingi sér ekki aftur til sunds eða geri eitthvern óskunda á meðan dýralæknir útvegar svefnlyfið (sem nota bene gæti drepið dýrið hvort sem er ef það er veikburða), og hann þarf að vega og meta hversu mikið skal nota í hvert sinn (því treystu mér, það þarf ekki bara að deyfa hann einu sinni á svaðilförinni heim).

Svo þarf að finna skyttu sem er viljugur til þess að fara nógu nálægt rándýrinu svo hægt sé að koma deyfilyfinu á réttan stað. Svo er bara spurning hvort rándýrið sitji sem fastast á meðan skyttan nálgast hann, því hann mun taka eftir því, það getur þú bókað. Eða, hvort hann taki á rás á móti skyttunni.

Og það skal tekið fram, að þegar svangur ísbjörn sér bráð sína, þá er þetta engin gigtarplöguð amma í göngugrind. Þeir hlaupa ROSALEGA hratt, og þeir hlaupa þig uppi á einhverjum sekúndum.

Svo.. hittir skyttan, eða missir hann marks? Hversu mikinn tíma fær hann til þess að endurhlaða riffilinn sinn og reyna aftur? 

Segjum þá sem svo, að hann missir ekki marks, og hann hittir ísbjörninn í fyrsta skoti. Þá er ekkert verið að sveifla einhverju helvítis belti utan um hann, og látið hann teika með einhverri þyrlu til Grænlands. 

Það verður að fá fyrir hann búr, sem kostar sitt. Slíkt búr er ekki til á Íslandi, og það þýðir ekkert að henda saman einhverjum spýtukassaskítamixbræðingi. Þetta er risastórt óargarándýr, og þarf því sérstakt búr ef ské skyldi að hann myndi vakna úr Þyrnirósarblundinum sínum.

Svo þarf að koma búrinu á farartæki og koma því fyrir í annaðhvort skipi eða flugvél og koma því aftur til síns heima.

Á að halda honum sofandi alla leiðina og því mögulega drepa hann hvortsemer? Eða ert þú til í að borga fyrir matinn hans á leiðinni heim? Því Guð minn almáttugur, ekki viljum við Íslendingar verða þekkt fyrir það að kvelja svona ofsakrúttubangsa eins og þessa, á meðan hann ríður einhyrningi yfir regnbogann sem tekur hann alla leið heim, er það nokkuð?

Hreinlega svarar það ekki kostnaði, og er það hreinlega grimmt hvað rándýrið varðar, að vera að byrla því ólyfjan og ferma það fram og til baka. Svo ekki sé minnst á  hættuna sem allir þeir sem að málinu þyrftu að koma væru að setja sig í, við svona ævintýri.

Og líka, ef hann stingur sér til sunds, þá er aldrei að vita hvar hann gengur á land aftur. Gæti þess vegna verið við eitthvað sjávarplássið hérna á Íslandi. Og ætlar þú að hafa góða samvisku yfir því, ef rándýrið hleypur niður eitthvern barnið og drepur það, svona úr því að við að minnsta kosti aflífuðum hann ekki?

Persónulega tel ég mig ekki hafa efni á slíkum draumórum. Enda myndi ég ekki hika við að taka upp byssuna og skjóta rándýrið sjálf ef það bæri að garði nálægt mínu heimili.

Já, og ef það fór framhjá þér, þá feitletraði ég vissa hluta í svari mínu, svo þú gætir leitað því uppi í orðabók ef svo skemmtilega vildi til að þú vissir ekki nákvæmnlega hvað það þýddi.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 27.1.2010 kl. 16:53

17 identicon

Bara þér til fróðleiks þá er talið að ísbirnir hafi drepið um 10 manns á síðustu öld í allri veröldinni. Svo mikið rándýr er þetta nú!!!

  Um allan heim lifa bjarndýr nálægt fólki, og ár hvert deyja örfáir vegna þess. Ef þínar skoðanir myndu verða ofan á, er ég ekki viss um að þessi dýr ættu sér tilverurétt, allavega miðað við rökstuðninginn við að drepa dýrið. 

   Mesta hættan er þegar engin veit um dýrið. Þegar búið er að koma auga á það og aðvara fólk við, þá eru meiri líkur á að fólk deyji í bílslysi, eða flugslysi, í allri móðursýkinni við að ná því!!!!

  En, nei, þú ert mest "hrædd" við að þetta gríðarlega hættulega rándýr drepi þetta fólk, en ert að sjálfsögðu ekkert hrædd við að fólk drepist í allri móðurskýkinni!! 

Núna í björgunina. 

    Þú talar sífellt um hversu erfitt þetta sé. Jú, leiðin mín eru miklu erfiðari en hin. Aftur á móti er hún mjög framkvæmanleg. Það er ekkert mál, að reyra dýrið í einhvers konar beisli og fljúga með það bundið við þyrluna. 

  Þetta er engin "svaðilför". Gæslan og fólk, hefur farið í "svaðilfarir" út af minna tilefni, og við erfiðari aðstæður. Mönnum er bara skítsama um þetta. Ekki vera að reyna plata þig að halda eitthvað annað!!

 Þú talar um eins og menn séu einhverjir bjánar, og geti ekki skipulagt jafn einfaldan hlut og þetta!

   Aftur á móti ef að fólk er almennt eins og þú þarna í Þistilfirði. Þá er kannski rétt að skjóta dýrið. Ég er ekki frá því að þú myndir allt að því hlaupa ofan í magann á dýrinu, og ef það tækist ekki þá myndir þú elta dýrið dulbúin sem selur!!

Hans (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 17:32

18 identicon

Jeminn eini  ég er svo hissa á að heyra allt þetta BULL aftur eftir að Bjössarnir 2 komu á norðurlandinu. Grænlendingarnir eru enn að míga á sig úr hlátri eftir að við reyndum að bjarga Birnunni og það veit ég fyrir víst. Auðvitað erum við ekkert að eyða öllum þessum peningum í að bjarga rándýri og ENGINN HEILVITA MAÐUR leggur það til að leyfa því að vafra um landið eins og hvern annan hrút. Það eina sem er skynsammlegt í stöðunni er að skjóta það og gera það sem fyrst nákvæmlega eins og þeir gerðu núna. NEI ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ LEYFA ÞVÍ AÐ RÖLTA UM LANDIÐ. Því miður, auðvitað væru allir til í að bjarga vesalings dýrunum en það bara gengur ekki.

Og ég hef heyrt að Grænlendingarnir vilji alls ekki taka dýrin til baka eftir að þau hafa verið hér þannig að hvert væri hægt að fara með dýrið?

Arna (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 17:51

19 identicon

Arna,

  Heldur þú virkilega að fólk láti dýrið rölta um landið. Það skýrir kannski steypuna í þér

  Veist þú fyrir víst að Grænlendingar eru að hlæja að okkur!! Þú ert brandari. Hreint út sagt. Þetta lýsir náttúrulega algjöru rökþroti þeirra sem vilja dýrið feigt. Það að Grænlendingar vilji ekki dýrið aftur, er náttúrulega bara della, sem er borin á borð fyrir heimskingja eins og þú greinilega ert!!

Arna skrifar, 

     Því miður, auðvitað væru allir til í að bjarga vesalings dýrunum en það bara gengur ekki.

    Ekki vera svona aumkunarverð

  Eyða öllum þessum peningi. Það er engin peningur sem fer í þetta. Það hefur verið eytt meiri pening í að leita að  kindum. 

Jóhannes (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 18:03

20 identicon

Jóhannes.

 Þetta hrokafulla svar er einmitt rökþrota.  Fólk sem fer út í það að kalla annað fólk "heimskingja" getur ekki borið á borð góð svör.

Ingunn (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 18:08

21 Smámynd: ThoR-E

Hans: Ekki veit ég hvað þú meinar með þessu:

"Þegar ace tjái sig á bloggi......"

(er ekki lágmarkið þegar maður er að "leiðrétta" aðra .. að gera ekki sjálfur stafsetningavillu?

Skrifar maður ekki tjáir sig)?

 Jahérna.....

þetta var stafsetningavilla, var nú að pæla í að bæta við annari athugasemd þar sem þetta yrði leiðrétt. En fannst það ekki skipta það miklu máli því ég trúði ekki öðru en að allir mundu fatta hvað þarna átti að standa.

Já, eða næstum allir.

Og það sem þú sagðir með að reyna að koma svefnlyfi í dýrið, að það var reynt síðast. En skepnan fældist og þurfti að fella hana.

Ég tek nú bara undir með Ingunni hér fyrir ofan.

ThoR-E, 27.1.2010 kl. 18:10

22 Smámynd: ThoR-E

Vá.. Hans:

  "- Það var hlægiegt upp á að horfa."

Þú reynir að leiðrétta stafsetningavillu hjá mér með hæðnislegum tón.

En gerir síðan 2 stafsetningavillur sjálfur .. BARA Í LEIÐRÉTTINGUNNI. 

Að svona lið komist í gegnum  ruslpóstvörnina .........................

ThoR-E, 27.1.2010 kl. 18:13

23 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Afhverju er þessi tala svona lág, heldur þú? Er það vegna þess að þessi skepna er svo afskaplega gæf og mannelsk? Nei, það er vegna þess að bangsarnir eru skotnir þegar þeirra er vart. Ekki flóknara en það.

Og já, birnir búa nálægt fólki allstaðar í heiminum. Ísbirnir hinsvegar eru ekki eins vanir manninum, og eru heimkynni þeirra yfirleitt mjög langt frá mönnum. Nema í Rússlandi, þar sem þeir lifa tiltölulega nálægt mönnum, og þeir eru friðaðir þar. En þrátt fyrir friðunina er gefið út veiðileyfi á þá ef þeir eru farnir að vera ískyggilega nálægt. 

En víst við tölum um öll bjarndýr, almennt, þá BARA í Norður Ameríku,  þá eru það samtals 105 dauðar á tímabilinu 1900 til 2003. Sem vitað er um.

Og bara við það að vita af dýrinu þýðir ekki að hættan er liðin hjá. Því eins og ég sagði hér fyrir ofan, þá er ekkert sem stöðvar dýrið í því að stinga sér aftur til sunds og koma á land einhversstaðar annarsstaðar. Og það getur enginn mögulega vitað hvar það verður. Og hvað eiga menn að gera þá? Stinga sér í ískaldan sjóinn á eftir honum og draga hann til baka?

Eða eigum við bara að festa kaup í kjarnorkukafbát og skella smá deyfilyfjum í tundurdufl og drita á hann?

Auðvitað er ég hræddari við rándýrið heldur en hitt. Því a.m.k. ef við skjótum helvítið, þá drepst enginn í flug eða bílslysi við að reyna að koma því heim til sín aftur, er það nokkuð? Því hættan er ekkert yfirstaðin þegar búið er að deyfa það. Það getur allt gerst í millitíðinni.

Og það hefur enginn sagt að birnirnir eigi sér ekki tilverurétt. Eins og ég sagði hér fyrir ofan, þá er eina ástæðan fyrir því að enginn hefur drepist hérna af ísbjarna árás, er vegna þess að skepnurnar hafa verið deyddar strax. 

Því um leið og það gerir sér grein fyrir því að verið sé að reyna að króa sig af, eða fólk fer að nálgast hann, þá verður hann tífalt hættulegri en hann var þegar "allir vissu af honum". 

Og þar sem þessi leið þín sé svona vel framkvæmanleg, og "ekkert mál", þá legg ég til að þú stofnir eigið félag. "Ísbjarnarleigubíllinn."

Ætti ekki að vera neitt mál fyrir þig að leggja til allan kostnað, s.s. lyf, skyttu, þyrlu, eldsneyti, flugmann, sérhannað beisli, svo ekki sé minnst á áhættuborganir til þessa fólks og gæsluaðila sem að málinu myndi koma. Og ef það reynist of dýrt fyrir þig, þá ætti björninn að geta launað þér manngæskuna með því að luma nokkrum þúsundköllum í vasann hjá þér þegar hann er kominn á leiðarenda.

Ef fólk er eins og ég, þarna á Þistilfirði,  þá gott má. Þau meta þá a.m.k. mannslífið ofar en líf ísbjarnar.

"Ég er ekki frá því að þú myndir allt að því hlaupa ofan í magann á dýrinu, og ef það tækist ekki þá myndir þú elta dýrið dulbúin sem selur!!"

Og hvað þetta varðar, verð ég helst að snúa þessu aftur til þín. Þar sem rökin sem þú berð fyrir þig, gefa það sterklega til kynna að það sé akkúrat það sem þú vilt gera. Þar sem við erum að vera svo ofsalega grimm við greyið bangsann, Hans.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 27.1.2010 kl. 18:17

24 identicon

Jóhannes

ég veit það að einhverjir grænlendingar drápust úr hlátri þegar þeir fréttu að við værum að reyna að bjarga birninum en ég er ekkert að alhæfa yfir alla grænlendingana og hef trú á að þeir mundi hlæja aftur.

og það er fólk að tala um að aumingja Bjössi eigi bara að fá að vera frjáls hérna á landinu, þó að þú sért ekket að hugsa um að hann ætti að meiga það eða annað fólk en þá eru jú einstaklingar sem hafa lagt það til að leyfa birninum að vera. 

Og ég hef heyrt það frá áreiðanlegum heimildum að grænlendingar vilji ekki fá dýrið aftur en ég reyni að trúa ekki öllu sem ég heyri þess vegna lagði ég þetta meira fram sem spurningu þannig að ekki kalla mig heimskingja, þetta voru meira vangaveltur sem ég hélt að fólk gæti svarað kurteysislega.

og já aumkunarverð, mér er alveg sama þó ég sé það því ég væri meira en til í að bjarga dýrinu ef það þyrfti ekki að leggja aðra í hættu við að gera það og eyða svona miklum peningum í það. Þannig að já mér finnst það því miður en ég bara sé ekki að við séum að fara að bjarga öllum bjarndýrum sem stíga hér á land.

Arna (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 18:46

25 identicon

Ég er nú sjálf af þessu svæði og skil það mjög vel að bangsi hafi verið skotinn þegar hann var kominn í fé sem var þarna í vetrarbeit sem er einmitt mjög algengt á sumum bæjum. 

Í sambandi við bjarganir á ísbjörnum þá borgar það sig ekki, kostar alltof mikið af pening sem við íslendingar eigum ekki og af einhverri ástæðu hrekjast þessi dýr úr sínum náttúrulegu heimkynnum. Það getur t.d. verið vegna þess að þau eru ekki nógu heilsuhraust og það hefur sannast að flest þau bjarndýr sem koma hingað til lands eru veikburða. Og er þeim þá ekki bara greiði gerður með því að skjóta þau? Það er allavega gert við rollur sem eru orðnar gamlar og veikburða, þeim er yfirleitt lógað svo þær þurfi ekki að þjást. 

Bara mín skoðun :)

Anna María (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 19:33

26 identicon

Ingibjörg,

 1) Það er einfaldlega rangt hjá þér að ísbirnir drápu 105 manns á síðustu öld í N-Ameríku. Þeir voru í mesta lagi 10. Þú ert kannski að rugla saman öllum björnum, og ísbjörnum. 

2) Það eru mörg svæði Ínúíta um allt á norðurslóðum sem lifa mjög nálægt ísbjörnum. Einnig eru mörg samfélög Vesturlandabúa, sem búa nálægt þeim. Síðan er fólk í þúsundatali að flækjast nærri heimkynnum þeirra. 

3) Það er minnsta mál í heimi að hafa sjón á birninum, ef hann fer í hafið. T.d. eru bátar orðnir ansi útbreiddir, jafnvel með vél, hef ég heyrt!

4) Varðandi kostnaðinn, þá eins og ég sagði áður, er hann ekki vandamál. Allavega er fullt af fólki tilbúið að eyða persónulega miklum peningum í að elta dýrið upp og drepa það. Ég get ekki séð að menn væru ekki tilbúnir til að leggja krafta sína í að koma dýrinu til síns heima. 

5) Ég er síður en svo að segja að fólk sé eitthvað grimmt að fella dýrið. Það er bara móðursýkin og "bjargarleysið", sem er svo hjákátlegt. 

Arna, 

   1) Gott hjá þeim. Enda get ég ímyndað mér að þeirra reynsla af ísbjörnum sé önnur en okkar. Það er til fólk, sem hlær að því, þegar öðru fólki er þyrmt lífi. Það er til fólk, sem hlær að því þegar dýr er meðhöndluð á virðingarverðan hátt. 

2) Áreiðanlegum heimildum. Já, þú heldur það. Þeir hafa aldrei haldið neinu slíku fram, og af hverju ættu þeir s.s. að gera það. Ég held að þeim sé bara alveg sama, og ef eitthvað er fylgjandi þessu, á margan máta, af eðlilegum ástæðum. 

3) Það þarf ekki að leggja neinn í hættu við það. Það er til fullt af fólki sem er tilbúið að leggja sig í "hættu", og verð ég að segja að þetta er svo týpískt rök út fólki sem vill drepa dýrið, út í loftið, og halda þau engu vatni, þau deyja um leið og þau eru sögð!!

Jóhannes (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 19:53

27 Smámynd: Ívar Pálsson

19 ísbjarnarstofnar með alls um 20.000-25.000 dýr eru varla í útrýmingarhættu, fyrst Inúítar mega skjóta ansi mörg þeirra. Við Austur- Grænland hafa um 70 dýr á ári  verið skotin að meðaltali, en fáránlegt væri að "bjarga" einu villuráfandi og veiku ævintýradýri  héðan og færa aftur til Grænæands með tugmilljóna kostnaði, til þess að drepast þar eða verða skotið, í stað þess að hæfari dýrum á staðnum takist að þróa stofninn áfram eins og þau hafa gert í gegn um árþúsundin með góðum árangri.

Okkur þótti nú Keikó- ruglið með að frelsa Willy kasta tólfunum, þegar hann gerði sér dælt við dekkin en lét villt dýr í friði. En að við tækjum sjálf þátt í því að flytja svona dýr til, það tekur út yfir allan þjófabálk.

Auk þess skipta meðaltölur um andlát fólks vegna árása ísbjarna engu máli, því að eitt glatað mannslíf er einu of mikið, ef hægt er að koma í veg fyrir dauða á auðveldan hát, þ.e. með því að aflífa ísbjarnarskepnuna.

Ívar Pálsson, 27.1.2010 kl. 23:44

28 identicon

Ívar,

  Jæja, þá þá býst ég við þér með einn haglara á gangi um bæinn á morgun, þar sem hundruðir hundategundir hér á Íslandi færu lét með það drepa manneskju.  Gangi þér vel vinur

Jóhannes Hans (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 00:00

29 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Segir það eitthvað um hversu hættulegir ísbirnir eru, hvað þeir hafa drepið marga menn?

Nei, auðvitað ekki. Í fyrsta lagi er sem betur fer afar sjaldgæft að ísbirnir hitti fyrir menn í náttúrulegum heimkynnum sýnum og þegar það gerist eru meiri líkur en minni að mennirnir séu vopnaðir á ísbjarnaslóðum.

Öll dýr forðast mannskepnuna, líka stærstu og hættulegustu rándýrin... nema þau séu hungruð eða að þau óttist um ungviði sitt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2010 kl. 11:54

30 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvítabirnir eru í hættu vegna hlýnunar jarðar af mannavöldum.

Það virkar sirka þannig, í mjög stuttu máli,  að á ákv. tímabili fara þeir útá ísinn til selveiða aðallega.  Ísinn verður sí-ótraustari og erfiðara fyrir birni að athafna sig við fæðuöflun og nb. þessi hluti í fæðu þeirra sem er árstíðarbundinn er afar mikilvægur og þurfa þeir jafnvel ósköp lítið að eta í nokkra mánuði ef vel hefur tekist til í þessum hluta fæðuöflunar.

Nú, varðandi það hvað skuli gera ef hvítabjörn kemur hér á land,  þá verður líklega að gera eitthvað.  Þetta eru ekki náttúruleg heimkynni þannig séð og ólíklegt td. að þeir kæmust aftur útá ís til nauðsynlegra veiða eins og áður er lýst nema í sérstökum tilfellum. 

Þá eru tveir möguleikar:

1. Skjóta.

2. Fanga.

Ef 1 er valið þá er málið dautt - má segja.

En með 2 sko, þá fylgja þar ýmsar spurningar og vandræði sem allt of langt er að fara útí hér.  Það svona dró úr trú minni allavega,  á að íslendingar væru færir um slíka föngun þegar hérna fyrir 1-2 árum átti að gera slíkt.  Klúðraðist big time.  Íslendingar eru líklega allt of hræddir við hvítabirni til að slíkt sé raunhæft.  Löng hefð á íslandi fyrrir hræðslu við slík dýr.  Þetta voru bara óargardýr hérna í gamla dag og fólk sagði hryllingssögur í rökkrinu sem festust vel í minni og lifa enn greinilega.

En ef fólk rekst óvænt á hvítabjörn á ferð sinni, þá eru ákv. viðbrög sem á sína og einnig viðbrögð sem á ekki að sína.  Byggist líka á og verður að meta í samræmi við hegðun og viðbrögð hvítabjarnarins auðvitað.

Númer 1,2&3, halda ró sinni.  Fjarlægist björninn varlega, engar snöggar hreifingar og mjakist úr augsýn bjanarins.  Helst ekki hlaupa nema þá að öruggt sé að komast í var.

En EF björninn virðist árásargjarn og td. hleypur í áttina að þér og þú ert langt frá skjóli, þá er hægt að fara uppá stein eða hól, klæða sig úr yfirhöfn, veifa henni í kringum sig og öskra á björninn.   Þá er líkur til að þeir verði hræddir.  Eru víst ekkert mjög hugaðir og sjá ekkert vel og virkar maðurinn þá á þá sem algjört óargardýr.

En heilt yfir forðast hvítabirnir menn.  Þeim er ekker vel við þá og þarf sérstakar aðstæður til að þeir ráðist á menn.  Td. að þeir séu aðþrengdir - eða sultur.  Soltin dýr geta verið óútreiknanleg.

Þessvegna er ma. ekki ráðlegt að hlaupa ef rekist er óvænt á hvítabjörn.  Þeir sjá bara í móðu einhvern hlaupa frá sér - og þá er það bara hérna svona instinct hjá þeim - Elta o.s.frv.

Hope it helps.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.1.2010 kl. 13:52

31 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ehemm, Dýralæknir á Íslandi nota svæfingalyfið ketamín, Ketamín er nánast alltaf notað til að svæfja niður æsta birni og naut , bændur hafa aðgang að ketamíni því þeir þurfa að róa niður naut og hesta stundum.

Alexander Kristófer Gústafsson, 28.1.2010 kl. 20:54

32 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Það er ekkert mál að fanga fullvaxinn björn með ketamín pílu og það er nóg til af því Íslandi, allir dýralæknar eru með byrgiðir af Ketamíni enda mest notaða dýrasvæfingalyf í heiminum

Alexander Kristófer Gústafsson, 28.1.2010 kl. 20:56

33 Smámynd: ThoR-E

Þegar dýralæknar nota ketamín á hesta t.d gefa þeir lyfið í gegnum sprautu.

Held að vandamálið hafi verið líka að engin deyfi byssa hafi verið til í landshlutanum.

Ég er mikill dýravinur og viljað sjá greyinu bjargað, því þetta var ungur björn.

En við verðum að vera raunsæ. Við þessar aðstæður var það ekki hægt.

ThoR-E, 29.1.2010 kl. 11:21

34 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Dýralæknar sprauta svefnlyfinu beint í æð

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.1.2010 kl. 12:27

35 identicon

Ace,

  Það er alltaf sama kjaftæðið í þér ACE. Þú heldur að þú sért einhver guð, sem ákveður hvað er rétt og rangt, en hefur síðan, að þú heldur hárnákvæmar staðreyndir og skoðanir um hvernig hlutirnir eru!!!

    Þetta er mjög einfalt vinur. Dýrinu var ekki bjargað vegna þess að menn vildu það ekki. Það er það eina raunsæa í stöðunni!! Ef viljinn hefði verið fyrir hendi, hefðu menn bjargað dýrinu. Hefðu t.d. fjárhagslegir hagsmunir verið bundnir við björgun dýrsins, þá væri birnan svamlandi núna á Grænlandi.

THINK ABOUT IT!

Hans (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband