Fuglasöngur!

Ég ákvað í beinu framhaldi af dónaskapnum gagnvart nágrannakonunni og vanhæfni minni til að yfirstíga meðfædda feimni mína og biðja hana afsökunnar að byrja markvisst að bæta úr kosmískri andúð gegn mér. Ég hef fundið sterklega fyrir þessari kosmísku andúð undanfarna daga, hún kraumar í maganum á mér, svo kröftuglega að mér verður hálf óglatt á tímabili. Svo fæ ég stundum sting í heilann. Reyndar er ég að skrifa tvær ritgerðir svo til samtímis og er því á óverlód. Hvort það sé ástæðan fyrir stingnum í heilanum læt ég óátalið. Ég kasta því öllu á bál hinnar kosmísku andúðar. Hún er úti til að ná mér.

Hvað sem því líður, eða áfram með smjérið. Já, mamma hugsar alltaf um þá sem minna mega sín, það má hún eiga. Ég veit ekki hvort það er einhverj yfirlætislegur hroki í henni að telja sig í aðstöðu til að dæma um það hverjir mega sín minna (kannski var ég með yfirlætislegan hroka í garð þeirra sem ÉG tel minna mega sín.... hvað um það.. ) eða að hún er bara með hreint hjarta og vill öllum gott.... jafnvel lúsberum háloftanna! Nei, nú gekk ég of langt!

Nú eruð þið eflaust farin að velta fyrir ykkur, hvað í andsk... er þó að gera til að bíta á kosmísku andúðinni... sem er kannski ekkert nema kómísk sjálfsandúð! Jú, mamma henti korni á akurinn í garðinum okkar til að fóðra einhverja litla fugla. Það vildi ekki betur til en svo að hverfisníðingurinn Grettir (kisa btw, ekki bróðir minn) situr fyrir um akurinn (sem er svona .... 5 fermetrar, svaka akur...). Þannig að nú sit ég með bók um Atla Húnakonung, fartölvu sem er alltof heit og skrifblokk í fanginu í Leisíboj stólnum sem ég er búinn að snúa við svo að hann vísar út í garð og stekk reglulega upp, hnoða snjóbolta og gríti í áttina að Gretti. Slæ skjaldborg um greyið fuglana! En vitaskuld er ég ekki að gríta greyið köttinn með grjóthörðum snjó... bara hræða hann aðins!

 

Er ég kannski að leika Guð?

Shit, fyrirgefðu yðar heilagleiki!

 

Kv. Þór "Postuli" Ólafsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband