1. Febrúar 2003

BBC tekur til fréttir af liðnum atburðum sem eiga sér stað á 1.febrúar í nútímasögunni. Þau þrjú atriði sem týnd eru til fyrir daginn í dag eru frá árunum 2003, 1979 og 1953.

Árið 1953 skall á stormur við austurströnd bretlandseyja sem varð rúmlega þrjúhundruð manns að bana. Í kjölfarið lögðu bretar mikla fjármuni í að styrkja varnargarða við sjávarsíðuna til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar gætu endurtekið sig. Vísindamenn töldu þó að slíkur veðurofsi væri það óalgengur að mögulega mætti reikna með að stormur næði sama styrk á einu sinni á 250 árum en þær líkur gætu aukist til muna fyrir tilstuðlan hnattrænnar hlýnunar. Núna, 50 árum síðar, er hættan á slíkum flóðum enn til staðar og það er ekki langt síðan stórt flóð var í heimsfréttum frá bretlandi.

1979 snéri Ayatollah Khomeini úr útlegð til Íran. Andspyrnuhreyfing hans varð í kjölfarið sífellt öflugri og tveim vikum síðar sagði Shahpur Bakhtiar þáverandi forsætisráðherra af sér embætti og flúði til Parísar þar sem hann fannst myrtur í íbúð sinni árið 1991. Í apríl sama ár og hann snéri úr útlegð, 1979, var svo stofnað Islamska Lýðveldið Íran fyrir hans tilverkan.

2003 komst það í heimsfréttirnar þegar geimskutla frá Nasa fataðist flugið og hrapaði inn í gufuhvolf jarðar á ógnarhraða þar sem það splundraðist við álagið. Allir 7 geimfararnir sem voru innanborð létu lífið. Þetta var eina geimskipið sem sent var frá Nasa af þeim 42 sem þá höfðu verið send sem ekki náði heim heilu og höldnu. Ástæða slyssins var bilun í hitahlífum skipsins sem skemmdust við flugtak samkvæmt rannsókn sem gerð var.

kv. Þór "Fréttafíkill" Ólafss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.