Kúriveður!

Ef einhverntíman er gaman að vera íslendingur þá er það í kvöld! Það er að segja ef spilað er rétt úr aðstæðum. Kosturinn við ísland er sá að af og til, oftar þó til en af, þá gengur á með aftakaveðri. Hvað er þá betra en að fela sig undir sænginni og ylja sér yfir skemmtilegri bíómynd? Eða jafnvel kveikja kerti og taka í gömlu góðu spilin?

Spáin fyrir miðnætti í kvöld er þegar þetta er ritað fyrir höfuðborgarsvæðið: "Gengur í norðvestan 18-25 með snjókomu og skafrenningi í kvöld. Norðvestan 8-13 og stöku él á morgun. Hiti um frostmark fram eftir kvöldi, en síðan vægt frost."

Mér finnst hreinlega eins og jólin séu að koma og langar þar af leiðandi að draga fram kertin, smákökurnar, fjölskylduna (já, það þarf að draga hana fram!) og spilin! Ef ekki væri fyrir bölvað ritríningarverkefni sem ég þarf að klára fyrir morgundaginn þá væri ég kominn í Joe Boxer kósýbuxurnar mínar, wife-beaterinn og undir sæng... já eða gott teppi!

 

með hlýlegum kuldakveðjum

Þór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband