Íslensk Orkuvirkjun

Merkilegt finnst mér hvernig framsetning efnis er á heimasíðu Íslenskrar Orkuvirkjunar. Þar segir:

"Íslensk Orkuvirkjun ehf er eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í rannsóknum á minni virkjunarkostum með það að markmiði að nýta auðlindir í sátt við náttúruna og samfélagið."

Jújú, gott og blessað. En svo þegar ég skoðaði síðuna þá fannst mér athyglivert hvernig öllum yfirferðum um hugsanlegar framkvæmdir fylgdu myndir af téðum svæðum. Myndir af gullfallegri náttúru. Ég persónulega upplifði það svolítið eins og þetta væri fyrirtæki í Indónesíu og það væri með myndir af börnum sem þau ætluðu hugsanlega að "ráða" í vinnu við að sauma nike fótbolta fyrir 5kr á klukkutímann.

Jú, vissulega gróf líking en engu að síður fannst mér örlítið sorglegt að skoða þessa síðu og sjá myndir af náttúruperlum sem hugsanlega verða teknar af lífi og ofurseldar fyrirtækjum og ríkisbubbum sem telja stórt hús fallegri náttúru fremri.

Engu að síður tel ég mér skylt að taka fram að til er djöfullinn verri og má segja að ÍOV sé skásti skrattinn ef upp skal gert á milli.

 

Þór (í tölfræðtíma) Ólafsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þú bjartsýnn fyrir hönd indónesískra barna. Stórefa að þau séu svona vel launuð.

Ella systir (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 20:02

2 Smámynd: Þór Ólafsson

bjartsýninni verður viðkomið hvar sem hennar er auðið ;) ekki veitir af á þessum síðustu tímum og versu.....

það vill líka svo einkennilega til að til skamms tíma þá er ég bjartsýnari á framtíð indónesískra barna heldur en íslenskra......

já, svona getur verið gaman að ýkja 

Þór Ólafsson, 23.11.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.