Bókalistinn minn

Þegar stórt verk er fyrir höndum, svo stórt að erfitt er að sjá fyrir sér að því verði lokið á ásættanlegan máta, þá virðist það vera mitt eðli að snúa mér að einhverju öðru.... minna umfangs. Það má líkja þessu við að standa frammi fyrir því að þurfa að klífa fjall. Þú heldur af stað, sest upp í bílinn þinn (dregur fram námsbækurnar, opnar tölvuna, ordabok.is, microsoft word, powerpoint jafnvel), keyrir af stað út á land (opnar námsbækurnar, skráir þig inn á ordabok.is, ræsir glósurnar í word og síðasta fyrirlestur í powerpoint) og á endanum stenduru á grænni grundu fullur ákafa að byrja að klífa fjallið. Þú herðir hnútinn á nýju Colorado Low gönguskónnum sem þú keyptir dýrum dómi þrátt fyrir að sparnaður sé lykilorðið á þessum síðustu og verstu tímum. Svo lýturu upp..... áttar þig á því að þetta fjall verður ekki klifið á einum degi (sérð allar glósurnar, áttar þig á því hvað þær blaðsíður sem á eftir að lesa eru hrikalega margar, og fattar að það er ekki bara EINN powerpoint fyrirlestur). Þá lýtur maður í kringum sig eftir hentugri fjöllum, þægilegri og viðráðanlegri fjöllum. Þá verður nú hóllinn við hliðina á bílnum heldur meira spennandi en tindurinn sem lagt var upp með að klífa (þú ákveður að taka saman þær bækur sem þig LANGAR til að lesa yfir jólin frekar en að byrja að LESA fyrir næsta próf).

Sem er nákvæmlega það sem ég er að gera núna og úr var þessi prýðislisti sem er þó opinn í annan endann. Það er öllum velkomið, og í rauninni skylt, að bæta við þennan lista með sínum uppáhalds bókum, þeim bókum sem mögulega hafa mótað eða haft einhver áhrif á skoðanir og viðhorf viðkomandi. Það er nákvæmlega svona mikið sem ég er opinn fyrir skoðunum annarra! (segi ég og býst við lófataki og jafnvel skrúðgöngu)

 Karl Marx og Friedrich Engels; Kommúnistaávarpið

"Fullyrt er að saga mannsins sé í raun saga sífelldrar stéttarbaráttu á milli kúgara og hinna kúguðu, á milli arðræninga og hinna arðrændu. Borgarastéttin byggir völd sín á töfratækjum iðnbyltingarinnar með viðskiptaháttum hins frjálsa markaðar. Við slíkar aðstæður geisar farsótt offramleiðslunnar sem steypir þjóðfélögum í hverja kreppuna á fætur annarri."

   

Robert Greene; 33 Strategies of War

Saga heimsins er saga stöðugra átaka, blóðsúthellinga og hernaðar. Má draga einhvern lærdóm af stríðsherrum og leiðtogum (andlegum sem og veraldlegum) sögunnar og yfirfæra á átök og styrjaldir hversdagslífsins?

 

   

Lao Tse; Bókin  um Veginn

03133Kínversk fornheimspeki, lykilrit Daoisma. Tilvalið að auðga andann og víkka sjóndeildarhringinn. Samúð, Hófsemi og Hógværð, lykildyggðir Daóisma. Frábær leið til að gerast betri manneskja.

  

Sun Tzu; The Art of War

Ef bækur hefðu ættartölu þá væri þessu bók eflaust forfaðir bók Roberts Greene, 33 strategies of war. Er ekki sagt að til þess að vita hvert þú ert að fara þarftu að vita hvaðan þú kemur. Tekur eins og titillinn segir á því hvernig skal bera sig að í hernaði og má vissulega heimfæra á hversdagslegar athafnir og samskipti við annað fólk.  

Confucius; The Analects of

Annað fornkínverskt heimspekirit. Siðferði, rétt hugsun og hegðun. Þar sem ég hef mikinn áhuga á og ber mikla virðingu fyrir austurlenskri heimsspeki þá tel ég þetta vera annað tveggja grundvallarrita þeirra fræða.

 

 

   

Vladimir Ilyich Lenin; Essential Works of Lenin

Pólitískt mikilvægur og merkilegur maður sem ég veit lítið sem ekkert um. Langar því að kynna mér hann og hans skoðani.

   

 

James J Sheehan; The Monopoly of War: Why Europeans Hate Going to War

Stríð er aldrei bara stríð. Stríð er alltaf eitthvað miklu meira en stríð og það eru ósýnileg öfl sem búa að baki stríðsátaka. Er ósammála titlinum því að ég veit ekki betur en að á undangenginni öld þá hafa evrópubúar háð ótal stríð, mörg hver utan evrópu. 

"Perhaps it is the fate of all empires to teach their subjects the true cost of "glory"."

Henry David Thoreau; Civil Disobedience

Eitt mikilvægasta rit sem skrifað hefur verið um friðsamleg mótmæli. Réttur og skylda einstaklingsins til að andmæla lögum, kröfum og skipunum óréttmætra og ósanngjarnra yfirvalda án þess að grípa til ofbeldis- og skemmdarverka. Ísland í dag?

 

Martin Luther King; The True Measure of a Man

"The ultimate measure of a man is not where he stands in moments of comfort and convenience, but where he stands at times of challenge and controversy."

Getur verið að Geir H. Haarde og Davíð Oddsson (vá hvað ég er búinn að fá mikið ógeð á þessu nafni) hafi lesið þessa bók og misskilið hana?

Nelson Mandela; The Long Walk to Freedom

Vegur vegsemdar felst í þekkingu og þrautsegju. Er til betri leið að persónulegum framförum, þroska og mótunum lífskoðanna en að lesa rit mikilla manna?

 

 

 

 

 

 

 

Hvar skal byrjað? Er líklega stærsta spurningin!

 

Þór "bókbéusi" Ólafsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tetta er ekkert smá spennandi bókalisti hjá tér Thór minn!!

33 strategies of war hljómar líka mjööög svo spennandi!

Hérna eru 3 mjög inspirerandi bækur (ad mínu mati) samt allt allt ödruvísi en tær sem ad eru á listanum (tess vegna valdi ég tessar 3, alltaf gott ad hafa smá kontrast... sérstaklega hvad vardar innblástur)

Alkemistinn eftir Paulo Coelho

Living Outloud

The Guerilla Art Kit ...bádar eftir Keri Smith (sem er ædislegur illustrator)

...tad eru samt svo margar bækur! vid ættum bara ad stofna bókaklúbb!! hehe... :)

Eva Dögg (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 13:55

2 identicon

p.s.

Paulo Coelho er alveg frábær höfundur, mæli almennt med bókunum hans!

Eva Dögg (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 14:20

3 Smámynd: Þór Ólafsson

já, ég hef heyrt það... ekkert lesið ennþá.... en hef einmitt heyrt um alkemistann og svo líka Veronika ákveður að deyja minnir mig að hún heiti....

Þór Ólafsson, 6.12.2008 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.