Persónulegur Árangur!
18.10.2008 | 20:30
Anne Bruun, Mál & Menning, Laugardagskvöld, Blíðviðri, mannfjöldi.
Þegar ég stóð og hlustaði á tilfinningaríka og hlýlega rödd Anne Bruun þá varð mér litið yfir mannfjöldann sem stóð og hlustaði meira og minna dáleiddur á flauelsmjúka Norsk-Sænska rödd söngkonunnar með gítarinn fór ég einhverra hluta vegna að hugsa um árangur. Árangur? Af hverju árangur? (og þá læt ég það kyrrt liggja að skilgreina árangur þar sem að það býður uppá óþarfar heimspekipælginar sem geta beðið betri tíma) Ég velti því fyrir mér þegar ég sigtaði út hvert andlitið á fætur öðru hvers vegna helsta afrek (Sem er einnig merkingarlega töluvert persónubundið hugtak) flestra sem þarna stóðu væri mögulega það að fjölga mannkyninu. Hvers vegna 99% þessara andlita voru ekkert annað en andlit í fjöldanum. Ég gef mér að þarna hafi verið um 100 manns, og einn þeirra var Dagur B. Eggertsson sem er örlítið meira en andlit í fjöldanum.... ok, Hugleikur Dagson var þarna örskotsstund, en í huga Köru var hann ekkert nema andlit í fjöldanum. Þar með talið var mitt andlit, andlit í fjöldanum. Það má leiða líkur að því að það gangi 0% þeirra sem þarna stóðu hafi með tekið andlitið mitt að því marki að það muni eftir mér rækist ég á það seinna um kvöldið.
Hvað þarf til að ná árangri? Í ljósi síðust málsgreinar skal tekið fram að ég persónulega lýt ekki á það sem árangur ef andlitið greinist frá öðrum í mannfjölda, það var ekkert nema hvati að pælingunni. En hvað sem því líður þá hugsa ég að tími sjálfshjálparbóka sé liðinn, ég held það sé kominn tími til einföldunnar! Milljónir manna hafa mögulega lesið bækur um það hvernig á að ná árangri. Milljónir manns hafa sótt Dale Carnegie námsskeið og farið á svipaða fyrirlestra og að þeim loknum farið heim, hent bókinni á eldhúsborðið, stungið nefinu inn í ísskápinn, hlammað sér í sófann fyrir framan sjónvarpið og svo vaknað einum til tveim tímum síðar og fyrirlesturinn gleymdur. Til að ná árangri þarf einfaldlega þrautsegju, aga og metnað. Það þarf að hafa þolinmæði til að vinna að markmiðum sínum sleitulaust! Íþróttamaður sem æfir meira og betur en samkeppnisaðilinn mun undantekningarlaust sína meiri framfarir og ná meiri árangri. Ég fór að horfa á þetta útfrá sjálfum mér. Nægir mér að vera einstaklingur sem að gerir rétt nóg til þess þurfa ekki að taka prófið aftur? Eða langar mig til þess að afreka eitthvað? Langar mig að skara framúr? Hver sem er getur náð þessu prófi (hérna kemur vísunin í andlitið sem týnist í fjöldanum). En það krefst vinnu að gera meira en að ná prófinu, skara fram úr. Það þarf að vinna ötullega og af þrautsegju að settu markmiði á hverjum degi! Já, á HVERJUM DEGI!
Það er svo rosalega auðvelt að skara fram úr. Það getur í rauninni hver sem er skarað fram úr og leiðin er eiginlega óþægilega einföld. Þú þarft bara að nenna að fara hana. Hún er ekkert endilega auðveld, en hún er öllum yfirstíganleg.
Boðskapurinn er, taktu puttann útúr rassgatinu á þér, hættu að lesa þetta þvaður í mér og farðu að vinna að þeim málum sem taka lífið þitt á næsta þrep. Snúðu þér að því sem þig langar að ná árangri í ! Mig langar að lokum taka sem dæmi að Arnold Somethingnegger er ríkisstjóri í Californiu!
Athugasemdir
Mikið rétt ástin mín! Litli hugsuðurinn minn.. Og ég sem hélt að þú værir að hugsa á tónleikunum; meeeeen hvað þetta er leiðinlegt.. Hehehe..
En þetta er alveg rétt sem þú ert að segja. Ef maður vill ekki enda sem meðalmaður eða undir verður maður að leggja sitt á sig. Og það sem menn vilja oft gleyma er að þú ert að gera það fyrir sjálfan þig og ekki neitt annan!
Kara Hergils (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.