Brauðfætur?
22.11.2008 | 01:40
Hvort sem hann hefur á endanum rétt fyrir sér eða ekki þá er það morgunljóst að þeir sem stjórna(eða stjórna-ekki) í steinhúsinu eru löngu búnir að gleyma hverjum þeir eiga að þjóna. Þó að þeir sem þeir eigi að þjóna hópist reglulega saman á túninu við húsið og minni allrækilega á sig. Undanfarin misseri hefur það einkennt íslenska pólitík að menn eru ekki að þjóna neinu nema eigin valdasýki og græðgi að ég kasta upp við tilhugsunina.
Hvernig geta 4 borgarstjórar (er ég búinn að missa töluna eða er þetta rétt hjá mér ?) hafa setið í æðsta embætti Reykjavíkurborgar á einu ári? Hvernig getur Davíð Oddsson með sprengjuklemmuna í kjaftinu ennþá ráðið seðlabankanum? Hvernig getur Geir H Haarde ennþá haldið áfram að kafsigla landinu? Hvernig í fjandanum getur Björn Bjarnason ennþá verið með aðgang að netinu og fjölmiðlum? Jájájá, málfrelsi og allt það, en mér er svo illa við þann mann og ósammála hér um bil öllu sem hann segir og gerir að mér þykir það jaðra við að framinn sé glæpur í skjóli laga um málfrelsi og svipuð misnotkun á lögunum og sú misnotkun á frjálsu flæði fjármuna og laisse-faire stefnu í bankamálum kafsigldi landinu.
Hvernig getur það fengið staðist að loksins þegar fólkið í landinu virkilega lætur í sér heyra, hvað eftir annað (og þá á ég ekki bara við um það sem hefur átt sér stað undanfarna mánuði) þá er alltaf talað og jafnvel hrópað fyrir steindauðum eyrum og ríkisstjórin bara böðlast áfram með það sem þjónar hagsmunum þeirra fáu sem sitja við stýrið.
Það er mín heitasta ósk að grunnhugmyndin um "lýðveldi" fái sínu fram gengið og lýðurinn fái að tala og dæma í málum núverandi ríkisstjórnar. Kosning í vor og ekkert annað. Þeir sem skildu ekki vandann, sáu ekki vandann og jafnvel sköpuðu vandann eru að mínu mati ekki hæfir til að leysa úr honum og það góða er, að ég er ekki einn um þá skoðun!
Í stormi skal ekki byggt á brauðfótum.......
Þór "afnemum Björn" Ólafsson
Telur vantrauststillögu efla samstarf ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.