Erum við í alvörunni......

Erum við í alvörunni tilbúin til þess að fórna íslenskum náttúruperlum fyrir erlent stórfyrirtæki? Erum við í alvörunni tilbúin til þess að selja erlendu stórfyrirtæki íslenska náttúruauðlind á óforskammanlega lágu verði eða eins og forsvarsmenn landsvirkjunnar létu hafa eftir sér, "nóg til að hafa fyrir kostnaði" ? Fyrir hvað? Alcoa mun taka hagnað fyrir afurðina og einu tekjurnar sem við sitjum eftir með eru skatttekjur og laun fyrir íslenska starfsmenn. Vissulega verður nóg að gera og næg störf í boði meðan á framkvæmdum stendur en það fær mig til að velta því fyrir mér hvort að íslendingar verði þar í meirihluta starfsmanna eða hvort að Alcoa komi til með að flytja inn verkamenn þar sem að íslenskt vinnuafl er allajafna dýrara heldur en, ja, segjum portúgalskt og kínverskt.

Erum við semsagt í alvörunni svona spennt fyrir því að vera þrælar erlends álfyrirtækis fyrir tímabundna þennslu í atvinnuframboði og einungis brotabrot af hagnaði af vinnslu auðlindar sem við eigum alveg sjálf?

Kv. Þór Ólafss


mbl.is Matsáætlanir vegna virkjana fyrir norðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Svo virðist því miður vera, auðveldara að selja fólki rugl á erfiðleikatímum og hákarlar sæta lagi.

Georg P Sveinbjörnsson, 24.9.2009 kl. 16:04

2 Smámynd: Þór Ólafsson

Já, þegar frostbit á fótum blasir við getur það virst þjóðráð að pissa í skóinn!

Þór Ólafsson, 24.9.2009 kl. 17:04

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

...og flestir vita hvernig það "þjóðráð" virkar þegar upp er staðið!

Georg P Sveinbjörnsson, 24.9.2009 kl. 17:14

4 Smámynd: Stefán Stefánsson

Það er ekki verið að fórna náttúruperlunum þarna þó nýta eigi svæðið til hagsbóta fyrir landsmenn.
Ferðamannastraumur stóreykst ár frá ári þarna á svæðinu.

Stefán Stefánsson, 24.9.2009 kl. 19:45

5 identicon

Stafar ekki einmitt þessi stóraukni ferðamannastraumur af því að fólk vill sjá hvernig Íslendingar einmitt hlaða niður álverum, sem enginn vill hafa í sínu landi, bara fínt að henda þessu til Íslands, og spá lítið í hvernig það "lúkkar". Grundartanga hryllingurinn er reyndar ekki álver og kannski ekki verið að fórna neinni náttúruperlu þar en þetta er bara skelfilegt slys.  Slæmt, séð  frá þjóðvegi 1 og hreint út sagt hörmulegt, séð innan úr Hvalfirði.  Svo fá öll þessi stóriðjuver raforkuna á niðursettu verði.  Byrjum á að greiða niður raforku fyrir garðyrkjubændur og svo má skoða hitt.  Lítið land ber ekki ótal stóriðjuver og vonandi verður aldrei, aldrei aftur minnst á olíuhreinsunarstjöð.  Ég tel heils hugar undir þetta með að pissa í skóinn sinn.

Heiðrún Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 21:04

6 Smámynd: Þór Ólafsson

Ég er að efast um "leiðina" sem við förum til "hagsbóta".... því að nákvæmlega eins og þú segir þá stóreykst ferðamannastraumurinn þangað ár frá ári og það er þess vegna mín skoðun að með því að bora einhverjar 40 borholur í þeistareyki og 20 borholur til viðbótar í kröflu sé verið að eyðileggja það aðdráttarafl sem svæðið hefur fyrir ferðamenn því ekki koma þeir til að dást að virkjanatengdum mannvirkjum.... það er ég sannfærðu um!

Þór Ólafsson, 24.9.2009 kl. 21:05

7 identicon

Hvað hafið þið farið oft þarna norður?

Soffía Helgadóttir (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 21:11

8 Smámynd: Stefán Stefánsson

Ferðafólkið er að skoða náttúruperlurnar okkar og vegirnir sem framkvæmdaaðilar hafa lagt gera fólki það kleift.
Það hefur hvorki verið hróflað við Leirhnjúk eða Víti og stendur ekki til að gera það.
Ný skábortækni gerir það mögulegt að bora margar holur frá sama borteig í sitt hvora áttina og er það hið besta mál og minna sést á yfirborðinu.
En auðvitað er líka hægt að gera ekki neitt, en á hverju á þá fólkið í landinu að lifa? Kannski selja hvoru öðru kaffi í 101 eða eitthvað álíka gáfulegt.......

Stefán Stefánsson, 24.9.2009 kl. 21:22

9 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

"Kannski selja hvoru öðru kaffi í 101 eða eitthvað álíka gáfulegt......."

Rólegur með klisjurnar Stefán, þær verða ekkert gáfulegri þótt endurteknar séu í sífellu.

Georg P Sveinbjörnsson, 24.9.2009 kl. 21:36

10 Smámynd: Þór Ólafsson

Við erum ekki svo hugmyndasnauð að ál og aftur ál er það eina sem okkur dettur í hug, er það? Höfum við svona litla trú á landinu okkar að ál er það eina sem okkur dettur í hug? Ég hélt að við værum alveg sérstaklega vel menntuð þjóð.

Vissulega fylgja framkvæmdum sem þessum vegaframkvæmdir, en það er svo annar kapítuli hvort að vegaframkvæmdir séu endilega af hinu góða. Ef illfært er upp að þessari og þessari náttúruperlu er þá ekki bara bisness í því? Bjóða uppá dagsferðir, hestaferðir? Gönguferðir með guide?

Það er ekki bara virkjanirnar sem slíkar sem koma illa við mig, heldur þykir mér of vænt um landið sem ég bý í og elska að ferðast um til þess að sjá erlenda aðila kreista safann úr því fyrir hagnað sem að svo hrikalega litlu leiti helst í landinu..... Þeir koma hingað með fjármuni til framkvæmda á okkar landi, framleiða okkar vöru fyrir okkar hráefni og það sem við fáum fyrir okkar land, okkar vöru og okkar hráefni....... er ekkert annað en leiga.

Þór Ólafsson, 24.9.2009 kl. 22:56

11 identicon

Við höfum ekkert við allt þetta ál að gera og að einhverjum óskiljanlegum ástæðum fullvinnum við það ekki sjálf. Annað sem er mér óskiljanlegt.. Af hverju erum við með það ekki einu sinni á bónus verði heldur tombóluverði?!?!?

Og núna eftir hrun.. Af hverju þarf að fara að virkja allt hérna og skemma? Af hverju má ekki setja meiri metnað í landbúnað og mannauðinn sem á þessu landi er. Hér er sprenglært fólk á hverju strái sem fær ekki vinnu.

Af hverju tala allir um sama hlutinn.. ? Af hverju, þegar þetta er common sence, heldur þetta svona áfram??? Af hverju leyfir þjóðin að láta heilaþvo sig aftur og aftur og aftur?

Kara Hergils (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband