Kúriveður!

Ef einhverntíman er gaman að vera íslendingur þá er það í kvöld! Það er að segja ef spilað er rétt úr aðstæðum. Kosturinn við ísland er sá að af og til, oftar þó til en af, þá gengur á með aftakaveðri. Hvað er þá betra en að fela sig undir sænginni og ylja sér yfir skemmtilegri bíómynd? Eða jafnvel kveikja kerti og taka í gömlu góðu spilin?

Spáin fyrir miðnætti í kvöld er þegar þetta er ritað fyrir höfuðborgarsvæðið: "Gengur í norðvestan 18-25 með snjókomu og skafrenningi í kvöld. Norðvestan 8-13 og stöku él á morgun. Hiti um frostmark fram eftir kvöldi, en síðan vægt frost."

Mér finnst hreinlega eins og jólin séu að koma og langar þar af leiðandi að draga fram kertin, smákökurnar, fjölskylduna (já, það þarf að draga hana fram!) og spilin! Ef ekki væri fyrir bölvað ritríningarverkefni sem ég þarf að klára fyrir morgundaginn þá væri ég kominn í Joe Boxer kósýbuxurnar mínar, wife-beaterinn og undir sæng... já eða gott teppi!

 

með hlýlegum kuldakveðjum

Þór


Álver

Vúúúúú, byggjum þá álver !!!!!

 

kaldhæðni? Veitekki............


mbl.is Fylgjast náið með niðursveiflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Persónulegur Árangur!

Anne Bruun, Mál & Menning, Laugardagskvöld, Blíðviðri, mannfjöldi.

Þegar ég stóð og hlustaði á tilfinningaríka og hlýlega rödd Anne Bruun þá varð mér litið yfir mannfjöldann sem stóð og hlustaði meira og minna dáleiddur á flauelsmjúka Norsk-Sænska rödd söngkonunnar með gítarinn fór ég einhverra hluta vegna að hugsa um árangur. Árangur? Af hverju árangur? (og þá læt ég það kyrrt liggja að skilgreina árangur þar sem að það býður uppá óþarfar heimspekipælginar sem geta beðið betri tíma) Ég velti því fyrir mér þegar ég sigtaði út hvert andlitið á fætur öðru hvers vegna helsta afrek (Sem er einnig merkingarlega töluvert persónubundið hugtak) flestra sem þarna stóðu væri mögulega það að fjölga mannkyninu. Hvers vegna 99% þessara andlita voru ekkert annað en andlit í fjöldanum. Ég gef mér að þarna hafi verið um 100 manns, og einn þeirra var Dagur B. Eggertsson sem er örlítið meira en andlit í fjöldanum.... ok, Hugleikur Dagson var þarna örskotsstund, en í huga Köru var hann ekkert nema andlit í fjöldanum. Þar með talið var mitt andlit, andlit í fjöldanum. Það má leiða líkur að því að það gangi 0% þeirra sem þarna stóðu hafi með tekið andlitið mitt að því marki að það muni eftir mér rækist ég á það seinna um kvöldið. 

Hvað þarf til að ná árangri? Í ljósi síðust málsgreinar skal tekið fram að ég persónulega lýt ekki á það sem árangur ef andlitið greinist frá öðrum í mannfjölda, það var ekkert nema hvati að pælingunni. En hvað sem því líður þá hugsa ég að tími sjálfshjálparbóka sé liðinn, ég held það sé kominn tími til einföldunnar! Milljónir manna hafa mögulega lesið bækur um það hvernig á að ná árangri. Milljónir manns hafa sótt Dale Carnegie námsskeið og farið á svipaða fyrirlestra og að þeim loknum farið heim, hent bókinni á eldhúsborðið, stungið nefinu inn í ísskápinn, hlammað sér í sófann fyrir framan sjónvarpið og svo vaknað einum til tveim tímum síðar og fyrirlesturinn gleymdur. Til að ná árangri þarf einfaldlega þrautsegju, aga og metnað. Það þarf að hafa þolinmæði til að vinna að markmiðum sínum sleitulaust! Íþróttamaður sem æfir meira og betur en samkeppnisaðilinn mun undantekningarlaust sína meiri framfarir og ná meiri árangri. Ég fór að horfa á þetta útfrá sjálfum mér. Nægir mér að vera einstaklingur sem að gerir rétt nóg til þess þurfa ekki að taka prófið aftur? Eða langar mig til þess að afreka eitthvað? Langar mig að skara framúr? Hver sem er getur náð þessu prófi (hérna kemur vísunin í andlitið sem týnist í fjöldanum). En það krefst vinnu að gera meira en að ná prófinu, skara fram úr. Það þarf að vinna ötullega og af þrautsegju að settu markmiði á hverjum degi! Já, á HVERJUM DEGI!

Það er svo rosalega auðvelt að skara fram úr. Það getur í rauninni hver sem er skarað fram úr og leiðin er eiginlega óþægilega einföld. Þú þarft bara að nenna að fara hana. Hún er ekkert endilega auðveld, en hún er öllum yfirstíganleg.

Boðskapurinn er, taktu puttann útúr rassgatinu á þér, hættu að lesa þetta þvaður í mér og farðu að vinna að þeim málum sem taka lífið þitt á næsta þrep. Snúðu þér að því sem þig langar að ná árangri í ! Mig langar að lokum taka sem dæmi að Arnold Somethingnegger er ríkisstjóri í Californiu!

 

 

 

 


Kvenlausar götur í S-Arabíu

Er ekki bara hreinlega næsta skref að banna þeim að vera meðal almennings? Er það þá staðfest með þessu að karlmenn í arabaheimi eru gjörsamlega sneyddur allri sjálfsstjórn og geta ekki hamið sig ef þeir sjá konu með ögrandi augnfarða?

 

Þá er bara að hanna nýja höfuðslæðu með innbyggðum útlitsstöðluðum sólgleraugum! Taka það að okkur kannski og hefja útflutning á slíkum grip?  Það ætti að ýta undir hagvöxt sérstaklega ef horft er til þess að við værum að herja inn á ansi stóran markað!


mbl.is Konur hylji allt nema annað augað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blönduósumdæmi?

Er ekki alltaf pláss fyrir góða menn í Blönduóslöggunni ?

og nei, ég er ekki bitur!


mbl.is Djúpt snortinn og þakklátur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldeyjarfoss á að vera ósnertanlegur !!

Ég hugsa að þann dag sem Aldeyjarfoss hverfur þurfi að endurrita alla íslenzka ferðamannabæklinga. Taka út allt það sem ýjar að hreinni og ósnortinni náttúru og fara að selja landið einfaldlega sem "power outlet" fyrir evrópu. 

 Ef Aldeyjarfoss og Skjálfandafljót er ekki heilagt, þá er ekkert heilagt í íslenzkri náttúru.... ekki einu sinni Gullfoss!


mbl.is Krafturinn í fórum þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.