Siðblinda
24.10.2008 | 00:24
Ég hef átt erfitt með að færa í orð með afdráttarlausum hætti mína afstöðu í bankahrunsmálinu. Svo var ég að lesa á bloggsíðu Ögmundar Jónassonar færslu og þar segir hann:
"Þá er það hin megin krafan og hún er þessi: Þeir sem komu okkur út í þetta fen eiga að axla ábyrgðina, þeir eiga að borga.
Þá fyrst opni almenningur pyngjur sínar að,
allar hallirnar,
allar snekkjurnar,
öll fótboltaliðin,
og allar þoturnar hafa verið seldar og allir felureikningarnir á Cayman eyjum, Kýpur og á Ermasundi hafa verið tæmdir
og að S-hópar einkavinavæðingarinnar hafa skilað ránsfeng sínum tilbaka.
Þetta hlýtur að verða krafa verkalýðshreyfingar og forsenda þess að gengið verði til einhvers sem kalla megi þjóðarsátt.
Og er ég þá ekki byrjaður að ræða hina pólitíska ábyrgð. Einnig hún kallar á uppgjör. Uppgjör á milli stjórnmálaflokka og innan stjórnmálaflokka."
Svo kalla ég á að við fylkjum liði að sveitasetri Sigurðs Einarssonar og brennum þann tákngerfing siðblindu og græðgi sem setrið er! Svo ég vitni nú í þá ágætu sögu um Fríðu og Dýrið....
"Lets Kill The Beast!"
Einhverja þarf að stjaksetja og ég held að það séu mögulega 40-50 manns á landinu sem lýta svo á að það eigi að vera almenningur!
Vonsvikinn-yfir-snjóleysisbyl kveðjur
Óvinurinn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.