Íslensk Orkuvirkjun
21.11.2008 | 12:30
Merkilegt finnst mér hvernig framsetning efnis er á heimasíđu Íslenskrar Orkuvirkjunar. Ţar segir:
"Íslensk Orkuvirkjun ehf er eina fyrirtćkiđ á Íslandi sem sérhćfir sig í rannsóknum á minni virkjunarkostum međ ţađ ađ markmiđi ađ nýta auđlindir í sátt viđ náttúruna og samfélagiđ."
Jújú, gott og blessađ. En svo ţegar ég skođađi síđuna ţá fannst mér athyglivert hvernig öllum yfirferđum um hugsanlegar framkvćmdir fylgdu myndir af téđum svćđum. Myndir af gullfallegri náttúru. Ég persónulega upplifđi ţađ svolítiđ eins og ţetta vćri fyrirtćki í Indónesíu og ţađ vćri međ myndir af börnum sem ţau ćtluđu hugsanlega ađ "ráđa" í vinnu viđ ađ sauma nike fótbolta fyrir 5kr á klukkutímann.
Jú, vissulega gróf líking en engu ađ síđur fannst mér örlítiđ sorglegt ađ skođa ţessa síđu og sjá myndir af náttúruperlum sem hugsanlega verđa teknar af lífi og ofurseldar fyrirtćkjum og ríkisbubbum sem telja stórt hús fallegri náttúru fremri.
Engu ađ síđur tel ég mér skylt ađ taka fram ađ til er djöfullinn verri og má segja ađ ÍOV sé skásti skrattinn ef upp skal gert á milli.
Ţór (í tölfrćđtíma) Ólafsson
Athugasemdir
Mér finnst ţú bjartsýnn fyrir hönd indónesískra barna. Stórefa ađ ţau séu svona vel launuđ.
Ella systir (IP-tala skráđ) 22.11.2008 kl. 20:02
bjartsýninni verđur viđkomiđ hvar sem hennar er auđiđ ;) ekki veitir af á ţessum síđustu tímum og versu.....
ţađ vill líka svo einkennilega til ađ til skamms tíma ţá er ég bjartsýnari á framtíđ indónesískra barna heldur en íslenskra......
já, svona getur veriđ gaman ađ ýkja
Ţór Ólafsson, 23.11.2008 kl. 16:31
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.