Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Ertandi og Stressandi Tíð
30.10.2008 | 16:24
Svona eins og ástandið er á landanum þessa dagana datt ég inn á ansi athygliverðar heimspekikenningar sem settar voru fram af Epicurusi 3.öld fyrir kristburð.
"The principal good of human life is pleasure, which is the absence of pain."
Hann vill meina að til að öðlast innri frið og ró skal hinn ytri heimur hunsaður og einbeitingu snúið að eigin sál og andlegu lífi. Hann kvatti fólk til að hunsa pólitík þar sem hún veldur andlegu uppnámi og umróti sem veldur truflun á sálrænum frið og andlegri vellíðan.
viðeigandi?
kv. Þór Heimspekingur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Verkefnaskil
30.10.2008 | 16:16
Ég var að enda við að skrifa ritdómsverkefni í skólanum. Talandi um að kljúfa tind sem þú hefur ekki hugmynd um hvar er!
Mér tókst þó með einstakri ritlipurð (er það einu sinni orð?) að klóra mig fram úr verkefninu með, og því miður verður það að viðurkennast, lágmarks framlagi. Greinarnar sem við höfðum úr að velja voru sérlega óáhugaverðar fyrir unggæðing eins og mig!
Eh, já!
Þór (alltaf á síðustu stundu) Ólafsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kreppa
27.10.2008 | 12:19
Var að væflast inn á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar og þar var skemmtileg fúnksjón sem kallast "Örnefni Mánaðarins". Mér fannst nokkuð skemmtilegt að örnefni mánaðarins að þessu sinni var "Kreppa". Ég sé ekki að ég sé fær um hvorki að gera úrdrátt úr færslunni né orða hana betur svo að ég lími hana hér inn í upprunalegri útfærslu:
http://www.arnastofnun.is/page/arnastofnun_nafn_ornefni_manadarins
"Kreppa er á sem kemur undan Brúarjökli, sameinast Kverká nokkru norðar og rennur síðan í Jökulsá á Fjöllum. Hún er vatnsmikil og erfið yfirferðar vegna sandbleytu. Þorvaldur Thoroddsen segir að hún sé "mikið og ljótt vatnsfall" (Ferðabók I:370). Nafnið Kreppa er ekki upphaflegt á ánni. Pétur Brynjólfsson sem fór um svæðið 1794 kallaði núverandi Kverkhnúka Dyngjufjöll og Kreppu Dyngjufjallaá. Sveinn Pálsson tók það nafn síðan eftir honum (Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók I:262, III:280). Sveinn orðar það þannig í Jöklariti sínu: "og mætti nefna hana Dyngjufjallaá" eins og nafnið sé hans (Ferðabók II:471). Árið 1835 eða 1836 fór Pétur Pétursson á Hákonarstöðum um Ódáðahraun og yfir Kreppu og virðist hún þá bera það nafn (Þorvaldur, Ferðabók I:264). 1840 er sr. Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað á ferð með dönskum náttúrufræðingi, J.C. Schythe, um Vatnajökulsveg og fóru yfir Kreppu "við illan leik" (Þorvaldur, Ferðabók I:268). Kreppa er nefnd í sóknarlýsingu Hofteigssóknar 1840 (Múlasýslur, 64) og Björn Gunnlaugsson hefur nafnið á Íslandskorti sínu 1844. Nafnið virðist því hafa orðið til á fyrstu áratugum 19. aldar. Í Noregi er til örnefnið Kreppa "eit smalt sund ved Kragerø" á Þelamörk, og Kreppene er bær í Noregi, þar sem nafnið er flt. af nýnorsku kreppe kvk. "innsnevring (i farvatn)" (Norsk stadnamnleksikon, 266).
Nafnið Kreppa er annaðhvort dregið af þeirri mjóu tungu sem hún myndar með Jökulsá, Krepputungu, eða þrengslum í ánni, m.a. norðan við Fagradalsfjall, sbr. so. kreppa sem merkir eins og kunnugt er 'þrengja að'. Þórhallur Vilmundarson telur að áin dragi sennilega nafn af hinum miklu bugðum árinnar fyrir norðan Fagradalsfjall, skylt kroppur (Grímnir 1:115).
leiðirnar ekki greiðar;
kyrja þar dimman kvæðasón
Kverkfjallavættir reiðar;
fríð var í draumum fjallaþjófs
farsældin norðan heiðar,
þegar hann sá eitt samfellt hjarn
sunnan til Herðubreiðar.
(Jón Helgason, Úr Áföngum)"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Siðblinda
24.10.2008 | 00:24
Ég hef átt erfitt með að færa í orð með afdráttarlausum hætti mína afstöðu í bankahrunsmálinu. Svo var ég að lesa á bloggsíðu Ögmundar Jónassonar færslu og þar segir hann:
"Þá er það hin megin krafan og hún er þessi: Þeir sem komu okkur út í þetta fen eiga að axla ábyrgðina, þeir eiga að borga.
Þá fyrst opni almenningur pyngjur sínar að,
allar hallirnar,
allar snekkjurnar,
öll fótboltaliðin,
og allar þoturnar hafa verið seldar og allir felureikningarnir á Cayman eyjum, Kýpur og á Ermasundi hafa verið tæmdir
og að S-hópar einkavinavæðingarinnar hafa skilað ránsfeng sínum tilbaka.
Þetta hlýtur að verða krafa verkalýðshreyfingar og forsenda þess að gengið verði til einhvers sem kalla megi þjóðarsátt.
Og er ég þá ekki byrjaður að ræða hina pólitíska ábyrgð. Einnig hún kallar á uppgjör. Uppgjör á milli stjórnmálaflokka og innan stjórnmálaflokka."
Svo kalla ég á að við fylkjum liði að sveitasetri Sigurðs Einarssonar og brennum þann tákngerfing siðblindu og græðgi sem setrið er! Svo ég vitni nú í þá ágætu sögu um Fríðu og Dýrið....
"Lets Kill The Beast!"
Einhverja þarf að stjaksetja og ég held að það séu mögulega 40-50 manns á landinu sem lýta svo á að það eigi að vera almenningur!
Vonsvikinn-yfir-snjóleysisbyl kveðjur
Óvinurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kúriveður!
23.10.2008 | 18:05
Ef einhverntíman er gaman að vera íslendingur þá er það í kvöld! Það er að segja ef spilað er rétt úr aðstæðum. Kosturinn við ísland er sá að af og til, oftar þó til en af, þá gengur á með aftakaveðri. Hvað er þá betra en að fela sig undir sænginni og ylja sér yfir skemmtilegri bíómynd? Eða jafnvel kveikja kerti og taka í gömlu góðu spilin?
Spáin fyrir miðnætti í kvöld er þegar þetta er ritað fyrir höfuðborgarsvæðið: "Gengur í norðvestan 18-25 með snjókomu og skafrenningi í kvöld. Norðvestan 8-13 og stöku él á morgun. Hiti um frostmark fram eftir kvöldi, en síðan vægt frost."
Mér finnst hreinlega eins og jólin séu að koma og langar þar af leiðandi að draga fram kertin, smákökurnar, fjölskylduna (já, það þarf að draga hana fram!) og spilin! Ef ekki væri fyrir bölvað ritríningarverkefni sem ég þarf að klára fyrir morgundaginn þá væri ég kominn í Joe Boxer kósýbuxurnar mínar, wife-beaterinn og undir sæng... já eða gott teppi!
með hlýlegum kuldakveðjum
Þór
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Álver
19.10.2008 | 03:33
Vúúúúú, byggjum þá álver !!!!!
kaldhæðni? Veitekki............
Fylgjast náið með niðursveiflu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Persónulegur Árangur!
18.10.2008 | 20:30
Anne Bruun, Mál & Menning, Laugardagskvöld, Blíðviðri, mannfjöldi.
Þegar ég stóð og hlustaði á tilfinningaríka og hlýlega rödd Anne Bruun þá varð mér litið yfir mannfjöldann sem stóð og hlustaði meira og minna dáleiddur á flauelsmjúka Norsk-Sænska rödd söngkonunnar með gítarinn fór ég einhverra hluta vegna að hugsa um árangur. Árangur? Af hverju árangur? (og þá læt ég það kyrrt liggja að skilgreina árangur þar sem að það býður uppá óþarfar heimspekipælginar sem geta beðið betri tíma) Ég velti því fyrir mér þegar ég sigtaði út hvert andlitið á fætur öðru hvers vegna helsta afrek (Sem er einnig merkingarlega töluvert persónubundið hugtak) flestra sem þarna stóðu væri mögulega það að fjölga mannkyninu. Hvers vegna 99% þessara andlita voru ekkert annað en andlit í fjöldanum. Ég gef mér að þarna hafi verið um 100 manns, og einn þeirra var Dagur B. Eggertsson sem er örlítið meira en andlit í fjöldanum.... ok, Hugleikur Dagson var þarna örskotsstund, en í huga Köru var hann ekkert nema andlit í fjöldanum. Þar með talið var mitt andlit, andlit í fjöldanum. Það má leiða líkur að því að það gangi 0% þeirra sem þarna stóðu hafi með tekið andlitið mitt að því marki að það muni eftir mér rækist ég á það seinna um kvöldið.
Hvað þarf til að ná árangri? Í ljósi síðust málsgreinar skal tekið fram að ég persónulega lýt ekki á það sem árangur ef andlitið greinist frá öðrum í mannfjölda, það var ekkert nema hvati að pælingunni. En hvað sem því líður þá hugsa ég að tími sjálfshjálparbóka sé liðinn, ég held það sé kominn tími til einföldunnar! Milljónir manna hafa mögulega lesið bækur um það hvernig á að ná árangri. Milljónir manns hafa sótt Dale Carnegie námsskeið og farið á svipaða fyrirlestra og að þeim loknum farið heim, hent bókinni á eldhúsborðið, stungið nefinu inn í ísskápinn, hlammað sér í sófann fyrir framan sjónvarpið og svo vaknað einum til tveim tímum síðar og fyrirlesturinn gleymdur. Til að ná árangri þarf einfaldlega þrautsegju, aga og metnað. Það þarf að hafa þolinmæði til að vinna að markmiðum sínum sleitulaust! Íþróttamaður sem æfir meira og betur en samkeppnisaðilinn mun undantekningarlaust sína meiri framfarir og ná meiri árangri. Ég fór að horfa á þetta útfrá sjálfum mér. Nægir mér að vera einstaklingur sem að gerir rétt nóg til þess þurfa ekki að taka prófið aftur? Eða langar mig til þess að afreka eitthvað? Langar mig að skara framúr? Hver sem er getur náð þessu prófi (hérna kemur vísunin í andlitið sem týnist í fjöldanum). En það krefst vinnu að gera meira en að ná prófinu, skara fram úr. Það þarf að vinna ötullega og af þrautsegju að settu markmiði á hverjum degi! Já, á HVERJUM DEGI!
Það er svo rosalega auðvelt að skara fram úr. Það getur í rauninni hver sem er skarað fram úr og leiðin er eiginlega óþægilega einföld. Þú þarft bara að nenna að fara hana. Hún er ekkert endilega auðveld, en hún er öllum yfirstíganleg.
Boðskapurinn er, taktu puttann útúr rassgatinu á þér, hættu að lesa þetta þvaður í mér og farðu að vinna að þeim málum sem taka lífið þitt á næsta þrep. Snúðu þér að því sem þig langar að ná árangri í ! Mig langar að lokum taka sem dæmi að Arnold Somethingnegger er ríkisstjóri í Californiu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kvenlausar götur í S-Arabíu
3.10.2008 | 19:31
Er ekki bara hreinlega næsta skref að banna þeim að vera meðal almennings? Er það þá staðfest með þessu að karlmenn í arabaheimi eru gjörsamlega sneyddur allri sjálfsstjórn og geta ekki hamið sig ef þeir sjá konu með ögrandi augnfarða?
Þá er bara að hanna nýja höfuðslæðu með innbyggðum útlitsstöðluðum sólgleraugum! Taka það að okkur kannski og hefja útflutning á slíkum grip? Það ætti að ýta undir hagvöxt sérstaklega ef horft er til þess að við værum að herja inn á ansi stóran markað!
Konur hylji allt nema annað augað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)