Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

PETA

Eftir að strípalingarnir frá dýraverndunarsamtökunum PETA komu til landsins þvældist ég inn á heimasíðu samtakanna, www.peta.org, og rakst á vídjó sem hafði verið tekið upp af "njósnara" samtakanna sem starfaði um skamma stund á kalkúnabýli.

Á þessari stundu get ég ekki ímyndað mér að borða kalkún þó ég trúi því að það verði gleymt og grafið á gamlárskvöld. Mikið svakalega er þetta mikil mannvonska !

 

 



kv. Þór "hræsnari?" Ólafsson

 

 


Þrýst á Umslagið?

Konur eru í konuumslagi. Karlmenn eru í svona sérstöku karlaumslagi. En þar sem þessi umslög eru gerð úr pappír, þá er mjög auðvelt að leka á milli umslaga. En slag um hvað?

 

Þessar konur eru í slag um að verða karlmenn, eða eru þetta karlmenn í slag um að verða konur? Eða eru þetta konur í karlmannsheim? Eða kannski bara konur sem hafa orðið vitsmunalega undir í baráttunni við aðrar konur og lýta svo á að þar sem að hin stereótýpísku kynbundnu gildi séu þau að karlmaðurinn sé æðri, máttugri, voldugri.. þá sé lausnin að gerast karlmaður......................... og gott betur!?

 

Kim Chizevsky

Christine Envall

Drorit Kernes

Yaz Boyum (I LIKE BIG BUTS AND I CAN NOT LIE...........)

Xiaou Ping

 

Já, ég held ég sætti mig bara við að ég muni aldrei verða jafn "karlmannlegur" og þessar "stelpur".

 

Þór "(Ekkisvo)Massi" Ólafsson


Áætlun Íslenskra Stjórnvalda um Efnahagsstöðugleika

Ég rambaði inn á vef dóms- og kirkjumálaráðuneytissins og rakst þá á einn gamlan mann. Hann sagði svo og spurði svo hvar átt þú heima!?

Ég á heima í spilltu landi, spilltu landi spilltu landi !

 

Neinei, læt slíkt liggja á milli hluta hér en vek athygli á ansi skondinni staðreynd sem ég vona (eða vona ekki.. aðallega þannig að þessi færsla verði ekki dæmd dauð og ómerk á einhverjum klukkutímum) að verði ekki leiðrétt í bráð. Kómískur léttir?

Ég sé þar á vinstri stikunni auglýsingu sem segir "Fáðu svar! Upplýsingar um efnahagsáætlun stjórnvalda". Ég í minni einlægu forvitni smelli á auglýsinguna í þeirri barnslegu von um að líkt og með að spyrja foreldra mína hví himininn sé blár fái útskýringu á öllum mínum vangaveltum.

svarið var: http://http//www.island.is/efnahagsvandinn/aaetlun-um-efnahagsstodugleika/

 

vefur dóms- og kirkjumálaráðuneytis: http://www.domsmalaraduneyti.is/

 

kveðja

Þór (ignorance is bliss? (að kafna í conspiracy myndum)) Ólafsson

 


Brauðfætur?

Hvort sem hann hefur á endanum rétt fyrir sér eða ekki þá er það morgunljóst að þeir sem stjórna(eða stjórna-ekki) í steinhúsinu eru löngu búnir að gleyma hverjum þeir eiga að þjóna. Þó að þeir sem þeir eigi að þjóna hópist reglulega saman á túninu við húsið og minni allrækilega á sig. Undanfarin misseri hefur það einkennt íslenska pólitík að menn eru ekki að þjóna neinu nema eigin valdasýki og græðgi að ég kasta upp við tilhugsunina.

Hvernig geta 4 borgarstjórar (er ég búinn að missa töluna eða er þetta rétt hjá mér ?) hafa setið í æðsta embætti Reykjavíkurborgar á einu ári? Hvernig getur Davíð Oddsson með sprengjuklemmuna í kjaftinu ennþá ráðið seðlabankanum? Hvernig getur Geir H Haarde ennþá haldið áfram að kafsigla landinu? Hvernig í fjandanum getur Björn Bjarnason ennþá verið með aðgang að netinu og fjölmiðlum? Jájájá, málfrelsi og allt það, en mér er svo illa við þann mann og ósammála hér um bil öllu sem hann segir og gerir að mér þykir það jaðra við að framinn sé glæpur í skjóli laga um málfrelsi og svipuð misnotkun á lögunum og sú misnotkun á frjálsu flæði fjármuna og laisse-faire stefnu í bankamálum kafsigldi landinu. 

Hvernig getur það fengið staðist að loksins þegar fólkið í landinu virkilega lætur í sér heyra, hvað eftir annað (og þá á ég ekki bara við um það sem hefur átt sér stað undanfarna mánuði) þá er alltaf talað og jafnvel hrópað fyrir steindauðum eyrum og ríkisstjórin bara böðlast áfram með það sem þjónar hagsmunum þeirra fáu sem sitja við stýrið.

Það er mín heitasta ósk að grunnhugmyndin um "lýðveldi" fái sínu fram gengið og lýðurinn fái að tala og dæma í málum núverandi ríkisstjórnar. Kosning í vor og ekkert annað. Þeir sem skildu ekki vandann, sáu ekki vandann og jafnvel sköpuðu vandann eru að mínu mati ekki hæfir til að leysa úr honum og það góða er, að ég er ekki einn um þá skoðun!

Í stormi skal ekki byggt á brauðfótum.......

 

Þór "afnemum Björn" Ólafsson


mbl.is Telur vantrauststillögu efla samstarf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burn Bush

Mikið hrikalega verður spennandi að sjá hversu illa sagan mun fara með þennan forseta. Ég get ekki munað einn góðan hlut eða eina góða frétt tengda þessum manni !

Er hann ekki bara að reka síðasta naglann í kistu síns mannorðs með þessum ummælum ?

 

Þór "Michael Moore" Ólafsson


mbl.is Fagnar eigin stjórnarfari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk Orkuvirkjun

Merkilegt finnst mér hvernig framsetning efnis er á heimasíðu Íslenskrar Orkuvirkjunar. Þar segir:

"Íslensk Orkuvirkjun ehf er eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í rannsóknum á minni virkjunarkostum með það að markmiði að nýta auðlindir í sátt við náttúruna og samfélagið."

Jújú, gott og blessað. En svo þegar ég skoðaði síðuna þá fannst mér athyglivert hvernig öllum yfirferðum um hugsanlegar framkvæmdir fylgdu myndir af téðum svæðum. Myndir af gullfallegri náttúru. Ég persónulega upplifði það svolítið eins og þetta væri fyrirtæki í Indónesíu og það væri með myndir af börnum sem þau ætluðu hugsanlega að "ráða" í vinnu við að sauma nike fótbolta fyrir 5kr á klukkutímann.

Jú, vissulega gróf líking en engu að síður fannst mér örlítið sorglegt að skoða þessa síðu og sjá myndir af náttúruperlum sem hugsanlega verða teknar af lífi og ofurseldar fyrirtækjum og ríkisbubbum sem telja stórt hús fallegri náttúru fremri.

Engu að síður tel ég mér skylt að taka fram að til er djöfullinn verri og má segja að ÍOV sé skásti skrattinn ef upp skal gert á milli.

 

Þór (í tölfræðtíma) Ólafsson


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.