Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Friðhelgi Bankamanna
30.1.2009 | 22:18
Vangaveltur dagsins hjá mér hafa snúist svolítið um þessa fjármálakreppu sem við stöndum nú í hér um svo til allan heim. Ef að ég, óbreyttur borgari, eyði langt um efni fram og skuldset mig svo gríðarlega að það er mér fræðilega ókleift að greiða upp mínar skuldir eða fjármagna þær á einhvern hátt, löglegan hátt, þá má ég eiga von á að vera lýstur gjaldþrota, jafnvel ævilangt. Að maður tali nú ekki um ef að grunur leikur á um að ég hafi viðhaft eitthvert ólöglegt athæfi. Það væri rannsakað til þaula og ég látinn gjalda þeirra glæpa sem ég kann að hafa framið.... með fangelsisdómum.
Nú er raunveruleikinn sá að forsvarsmenn íslenskra banka hafa gert nákvæmlega það, og meira til. Þeir hafa ekki einungis eytt svo miklum fjármunum að þeir sjálfir geta ekki staðið undir því heldur standa málin þannig að heil þjóð gæti átt von á að vinna sleitulaust að því í yfir 20-25 ár til að komast nálægt því að greiða fyrir fordæmalausa eyðslusemi og fjármáladólgslæti fárra einstaklinga. Fréttir um óleysanleg viðskiptavensl og krossfjárfestingar og hvern djöfulinn sem þeir hafa kallað þetta allt saman, og allt til að fela slóðina, gera fyrirtæki verðmeira en það í raun er.
Hversvegna er ekki hægt að draga þessa menn til saka? Hvers vegna valsa þeir svo til áhyggjulausir um stræti þeirra landa sem þeir hafa flúið til? Ég hef heyrt útundan mér umræður um að frysta eigur þessara manna, rannsaka leynireikninga í skattaparadísum en ég er bara ekki svo viss um að það sé keyrt í gegn af fullu afli, né muni nokkurn tíman verða. Fræðimenn hafa orð á því að það sé ómögulegt að frysta eignir þessara manna.
Veldi bankans í nútímaþjóðfélagi er orðið svo mikið að ekki einungis hafa þeir færi á að stjórna fyrirtækjum, pólitík (fjármagnið ræður, það er bara þannig) heldur eru þeir svo til friðhelgir frá lögum. Þeir geta tekið áhættur hægri vinstri og leikið sér að peningum heillar þjóðar og meira til án þess að það muni bíta þá í rassinn. Svona menn eiga að vera lýstir gjaldþrota til æviloka og ég efast ekki um að nokkur ár í steininum séu réttlætanleg.
En einhverntíman var hrópað að réttlætið sigraði að lokum (eða var það ástin?). Þannig að ég krosslegg fingur og vona hið besta!
kv. Þór (væri til í fjármála- og lagalegt friðhelgi) Ólafs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fljúgandi Furðuhlutir
9.1.2009 | 22:52
Ég elska fólk sem er að eltast við geimverur og fljúgandi furðuhluti ! Þó svo að það sé alveg rétt að við höfum engar sannanir fyrir að slíkt sé ekki til, þá hugsa ég að það sé töluvert ólíklegt að geimverur sitji fyrir plánetunni okkar. Ég meina hver vill narta í plánetu sem er plöguð af hernaði, ofnotkun á auðlindum og hefur að geyma óbærilegt magn af barnaníðingum og þvíumlíku.......
Já krakkar mínir, einu sinni var plánetan flöt... eða það héldum við !!
http://edition.cnn.com/2009/WORLD/europe/01/08/ufo.england.wind.turbine/index.html?iref=mpstoryview
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eingetið?
8.1.2009 | 20:12
Er ekki um að ræða bara "the 2nd coming" ?
Það er mín kenning og ég fer ekkert leynt með það! Frelsari var fæddur!
Barnsfæðing vekur umtal í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)