Mistök eru mannleg, Fyrirgefning Guđleg

Fyndiđ, ég var međ heila bloggfćrslu gjörsamlega uppritađa í huganum áđur en ég opnađi fartölvuna. En um leiđ og ég opnađi bloggiđ ţá er eins og tekiđ sé fyrir hendurnar á mér og tjaldiđ dregiđ fyrir, ég er gjörsamlega týndur, svart, veit ekkert hvađ ég ćtlađi ađ skrifa um. Ţađ er ekki margt sem jafnast á viđ ţađ ađ vera vakandi á ţessum ókristilega tíma međ sćrindi í hálsinum og verki í hendi. Ţađ jafngildir andvöku, sem er greinilega jafn vinsćlt orđ í mínum bókum og frasinn "ađ slá skjaldborg um" er í íslenskum fjölmiđlum ţessa daga og undanfarna mánuđi.

Afrek dagsins er Frost/Nixon. Ţarna er mjög húmanísk mynd á ferđinni, ađ hálfu um einn umdeildasta mann samtímans. David Frost er í myndinni sýndur sem oflátungur, partýputti sem telur sig geta sigrađ heiminn án ţess ađ hafa mikiđ fyrir ţví. Hann mćtir svo Richard Milhouse Nixon í viđtali og virđist sem ţar hafi hann mćtt ofjarli sínum. En hinn klassíski hollívúdd viđsnúningur kemur honum til bjargar og hann rís upp úr ösku ţeirri sem hans egósentríska viđhorf til viđtalsins viđ forsetann og ţeirrar gífurlegu pressu sem á honum er og veitir viđtal lífsíns, eflaust eitt athyglisverđasta viđtal sögunnar. Frost leggur allt undir fyrir viđtaliđ, međ engan fjárhagslegan bakhjarl leggur hann upp í ferđ sem er venjulegum manni ofviđa, og augljóslega Frost á tímabili.

Ég er nú ekki ađ segja of mikiđ ţar sem ađ stađreyndir málsins eru mörgum vel kunnar, og jafnvel ekki of mikiđ ţó svo ađ einhverjum séu stađreyndir málsins huldar. Mín skođun, sú skođun sem ég myndađi mér međan ég horfđi á myndina, á R. M. Nixon er sú, ađ ţar fer einkar mannlegur stjórnmálamađur, sem gerir mannleg mistök á ţeim grundvelli ađ hann hafđi ekki beinin til ađ takast á viđ ţau gífurlega krefjandi störf sem forseti bandaríkjanna ţarf ađ inna af hendi og einfaldlega bugađist undir pressu. Hann er stoltur mađur og er svo til ófćr um ađ brjóta odd af oflćti sínu og viđurkenna eigin ófullkomleika.

Ţó svo ađ gjörđir hans séu óréttlćtanlegar á allan hátt ţá er ég ţannig gerđur ađ ţegar ég sé bugađan mann, mann sem hefur lotiđ í lćgra haldi svo óumdeilanlegt sé, ţá á ég mjög erfitt međ annađ en ađ hafa međ honum samúđ, og stundum finnst mér ţađ óţćgilegt, sérstaklega ţegar ţjóđfélagiđ og óskrifađar siđareglur samfélagsins kalla á hreint hatur.

En er hatur ekki annars sjúkdómseinkenni ţess sem ber mikinn biturleik í brjósti og hefur ekki nokkurt fćri á ađ fá útrás fyrir biturđina?

Ekki er allt svo međ öllu slćmt ađ ekki megi af draga af ţví lćrdóm.

Kv. Ţór "Međ heitt kakó í bjórglasi" Ólafss


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nixon hefur síđustu ár veriđ međ vanmetnustu forsetum BNA eins og JFK hefur veriđ međ ţeim ofmetnustu. Nixon dró úr hernađi í Víetnam og greinilega stefndi ađ ţví ađ hćtta ţar. Hann fór í heimsókn til Kína og undirritađi SALT I og ég held líka SALT II viđ Sovét um takmörkun kjarnorkuvopnaeigna. Ekki alslćmur kall á ferđinni.

Torfi (IP-tala skráđ) 17.2.2009 kl. 08:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.