Kómískar hliðar tilverunnar?
2.2.2009 | 23:20
Dagurinn í dag var mér á marganhátt þungbær, án þess þó að ég ætli að dramatísera neitt með það... ég var bara latur í dag. Semsagt, dagurinn í dag var á engan hátt erfiðari en aðrir dagar að jafnaði heldur gerði ég mér hann gríðarlega erfiðan með því einu að vera latur. Það var einhvern veginn allt erfitt, erfitt að fara framúr, erfitt að fá mér að borða og erfitt að koma mér á æfingu. Æfingin var ómöguleg og ég naut hennar ekki á neinn hátt. Herra neikvæðni rakst svo á frétt um að slökkviliðsstöð í Japan hafði brunnið. Alheimurinn var að segja mér að "cheer up". Hversu kómískt og kaldhæðnislegt er það að það kvikni í slökkviliðsstöð? Atvik málsins voru þau að allir úr liðinu voru í útkalli nema einn sem var eftir að vakta stöðina. Sá var að elda sér mat í vömb við eldavélina þegar hann fær skyndilegt útkall svo að hann ríkur út. Það kviknar í útfrá hellunni. Eldvarnir 103: Aldrei skilja hellu eftir í gangi!
Það er svona, og í kjölfarið fer hugurinn af stað þar sem að ég er að stunda nýjustu fíknina mína, www.liveleak.com, og er að vídjóa mig til um ástand mála í heiminum. Ég ramba inn á vídjóblogg hjá bandarískum hermanni sem lýsir sinni fyrstu reynslu af dauðanum. Hann lendir í skotárás í Bagdad og í kjölfarið sér hann hvar ungur strákur hleypur hús úr húsi með minni strák í fanginu en er vísað á dyr í hvert skipti. Hann kallar á strákinn að koma sem hann og gerir. Hermaðurinn sér þá að strákurinn sem hann heldur á hafði verið skotinn í hausinn, óheppinn að vera á rölti akkúrat á þessu svæðinu, skotinn í hausinn fyrir það eitt að vera á rangri götu á röngum tíma.
Er það sjálfselska að vera þakklátur fyrir að búa á íslandi? Er það vanþakklæti að hætta að lýta á það sem forréttindi að búa á íslandi þó að ástand efnahagsmála er eins og það er?
Ég held við megum öll vera gífurlega þakklát fyrir þá guðsgjöf sem það er að hafa fæðst á íslandi og það hryggir mig hvernig fáir menn hafa vanvirt þá guðsgjöf.
Fjármagnið ræður.... því miður!!
kv. Þór "Cosmic" Ólafss
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.